Gerum góðan dal enn betri Eiríkur Hjálmarsson skrifar 6. maí 2024 11:30 Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Við sem komum reglulega í dalinn erum auðvitað ekki hissa á niðurstöðunni því það er magnað hversu fjölbreytta upplifun af náttúru og mannlífi dalurinn hefur upp á að bjóða okkur til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Ólíkt um að litast Raforkuvinnsla hefur mótað dalinn í meira en öld. Virkjanamannvirki voru reist og á 30 ára afmæli Elliðaárvirkjunar, sumarið 1951, hóf starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur, forvera Orkuveitunnar, skógrækt í Elliðaárhólma. Það er því býsna ólíkt um að litast nú og þegar stífla var byggð og Elliðaárnar nánast þurrkaðar þar sem þær runnu um holt og móa milli stíflu og rafstöðvar á fyrri hluta síðustu aldar. Raforkuvinnslan úr Elliðaánum lagðist af fyrir fullt og fast árið 2014. Þá bilaði aðrennslispípan sem liggur milli Árbæjarstíflu og Rafstöðvarinnar enn einu sinni og var þá metin ónýt. Eftir nákvæma skoðun var ekki talið svara kostnaði að gera við. Staðan í rafmagnsmálum landsins var enda önnur; virkjunin sem hafði séð Reykvíkingum fyrir öllu þeirra rafmagni fyrsta áratuginn eftir ræsingu var fjarri því að geta séð bara götuljósunum fyrir rafmagni, hvað þá heimilum og fyrirtækjum. Færa til fyrra horfs Sá sem á virkjun sem ekki er lengur í rekstri má ekki bara hlaupa frá henni. Þau gömlu vatnalög skylda virkjunareigandann að ganga frá eftir sig og færa umhverfið sem kostur er til fyrra horfs. Þannig megi fólki, fénaði, fasteignum og umhverfi ekki stafa hætta af mannvirkjum sem áfram kunni að standa. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða fyrir okkur Orkuveitufólk. Öll mannvirki virkjunarinnar í Elliðaánum eru nefnilega friðuð enda merkur minnisvarði um athafnalíf fyrri tíma. Ein lög segja því að þetta skuli fara nú að notkun lokinni en önnur lög að mannvirkin skuli standa. Samtal og samráð Síðustu misseri höfum við aflað gagna af ýmsu tagi sem snúa að sögu, ástandi og ekki síst öryggi mannvirkjanna sem taka þarf afstöðu til. Langflest þeirra hafa nú þegar fengið nýtt hlutverk með uppbyggingu Elliðaárstöðvar, nýs áfangastaðar í umsjá Orkuveitunnar við Rafstöðina sjálfa. Allt síðasta ár áttum við svo fjölda funda með hagsmunaaðilum. Opinn íbúafundur var haldinn, mikið rætt við minjayfirvöld, stjórnvöld umhverfis- og orkumála, hollvinasamtök og stangaveiðifólk sem á sterkar rætur í dalnum og býr yfir mikilli þekkingu á lífríki ánna. Ekki síst var rætt við eiganda dalsins, Reykjavíkurborg, hvorttveggja á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs. Nú er niðurstaða þessa hluta samráðs um framtíð Elliðaárdals að líta dagsins ljós. Fyrir borgarstjórn liggur samkomulag um það hvernig Orkuveitan skilar af sér eftir aldarlöng afnot af Elliðaánum. Segja má að það sé fjórþætt; • Hvaða umsvif Orkuveitan verður áfram með í dalnum, þar sem Elliðaárstöð er í forgrunni. • Hvaða mannvirkjum þarf að breyta svo öryggi verði tryggt, og þar eru Árbæjarstífla og aðrennslispípan helstu álitamálin. • Hvaða umsjón færist aftur til eigandans og þar er veiðin og rannsóknir tengdar henni aðalmálið. • Og loks aðkoma Veitna að gönguleið yfir dalinn í stað hitaveitustokksins og nauðsynlegra umbóta í frárennslismálum við bakka Elliðaánna. Allur almenningur mun áfram hafa aðkomu að ákvörðunum því nú fer í hönd formlegt skipulagsferli þar sem teiknaður verður Elliðaárdalur án raforkuframleiðslu. Framundan er annar opinn fundur með áhugasömum þar sem fyrirliggjandi gögn verða kynnt og hugmyndir um framhaldið viðraðar. Heillaskref að tæma lónið Við svona breytingar á hjartfólgnu svæði er eðlilegt að ýmis sjónarmið séu á lofti. Við höfum séð það í umræðunni hingað til og líklega hér eftir. Við sáum það meðal annars þegar það eðlilega skref var tekið að hætta að stækka og minnka lónið við Árbæjarstíflu eftir árstíðum. Umhverfisyfirvöld, sem höfðu bent á vankantana fyrir lífríkið, reyndust hafa rétt fyrir sér, enda benda allar lífríkisrannsóknir til þess að tæming Árbæjarlóns hafi verið heillaskref fyrir fisk og annað lífríki Elliðaánna. Okkur Orkuveitufólki urðu á mistök við upplýsingagjöf um þessa breytingu og erum enn að bíta úr nálinni vegna þeirra. Þannig er enn í gangi kærumál þar sem krafist var að tæming lónsins væri háð framkvæmdaleyfi. Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að svo væri, en það hefði þó engin áhrif á tæminguna sem var þegar um garð gengin. Þeirri niðurstöðu nefndarinnar hafnaði hérðasdómur og nú er dómsmálið í áfrýjun. Það er von okkar Orkuveitufólks að með því að efna nú til áframhaldandi samtals um okkar yndislega Elliðaárdal getum við sameiginlega búið þannig um að hann verði ekki bara áfram sú einstaka náttúru- og útivistarperla sem hann er, heldur enn betri. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Við sem komum reglulega í dalinn erum auðvitað ekki hissa á niðurstöðunni því það er magnað hversu fjölbreytta upplifun af náttúru og mannlífi dalurinn hefur upp á að bjóða okkur til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Ólíkt um að litast Raforkuvinnsla hefur mótað dalinn í meira en öld. Virkjanamannvirki voru reist og á 30 ára afmæli Elliðaárvirkjunar, sumarið 1951, hóf starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur, forvera Orkuveitunnar, skógrækt í Elliðaárhólma. Það er því býsna ólíkt um að litast nú og þegar stífla var byggð og Elliðaárnar nánast þurrkaðar þar sem þær runnu um holt og móa milli stíflu og rafstöðvar á fyrri hluta síðustu aldar. Raforkuvinnslan úr Elliðaánum lagðist af fyrir fullt og fast árið 2014. Þá bilaði aðrennslispípan sem liggur milli Árbæjarstíflu og Rafstöðvarinnar enn einu sinni og var þá metin ónýt. Eftir nákvæma skoðun var ekki talið svara kostnaði að gera við. Staðan í rafmagnsmálum landsins var enda önnur; virkjunin sem hafði séð Reykvíkingum fyrir öllu þeirra rafmagni fyrsta áratuginn eftir ræsingu var fjarri því að geta séð bara götuljósunum fyrir rafmagni, hvað þá heimilum og fyrirtækjum. Færa til fyrra horfs Sá sem á virkjun sem ekki er lengur í rekstri má ekki bara hlaupa frá henni. Þau gömlu vatnalög skylda virkjunareigandann að ganga frá eftir sig og færa umhverfið sem kostur er til fyrra horfs. Þannig megi fólki, fénaði, fasteignum og umhverfi ekki stafa hætta af mannvirkjum sem áfram kunni að standa. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða fyrir okkur Orkuveitufólk. Öll mannvirki virkjunarinnar í Elliðaánum eru nefnilega friðuð enda merkur minnisvarði um athafnalíf fyrri tíma. Ein lög segja því að þetta skuli fara nú að notkun lokinni en önnur lög að mannvirkin skuli standa. Samtal og samráð Síðustu misseri höfum við aflað gagna af ýmsu tagi sem snúa að sögu, ástandi og ekki síst öryggi mannvirkjanna sem taka þarf afstöðu til. Langflest þeirra hafa nú þegar fengið nýtt hlutverk með uppbyggingu Elliðaárstöðvar, nýs áfangastaðar í umsjá Orkuveitunnar við Rafstöðina sjálfa. Allt síðasta ár áttum við svo fjölda funda með hagsmunaaðilum. Opinn íbúafundur var haldinn, mikið rætt við minjayfirvöld, stjórnvöld umhverfis- og orkumála, hollvinasamtök og stangaveiðifólk sem á sterkar rætur í dalnum og býr yfir mikilli þekkingu á lífríki ánna. Ekki síst var rætt við eiganda dalsins, Reykjavíkurborg, hvorttveggja á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs. Nú er niðurstaða þessa hluta samráðs um framtíð Elliðaárdals að líta dagsins ljós. Fyrir borgarstjórn liggur samkomulag um það hvernig Orkuveitan skilar af sér eftir aldarlöng afnot af Elliðaánum. Segja má að það sé fjórþætt; • Hvaða umsvif Orkuveitan verður áfram með í dalnum, þar sem Elliðaárstöð er í forgrunni. • Hvaða mannvirkjum þarf að breyta svo öryggi verði tryggt, og þar eru Árbæjarstífla og aðrennslispípan helstu álitamálin. • Hvaða umsjón færist aftur til eigandans og þar er veiðin og rannsóknir tengdar henni aðalmálið. • Og loks aðkoma Veitna að gönguleið yfir dalinn í stað hitaveitustokksins og nauðsynlegra umbóta í frárennslismálum við bakka Elliðaánna. Allur almenningur mun áfram hafa aðkomu að ákvörðunum því nú fer í hönd formlegt skipulagsferli þar sem teiknaður verður Elliðaárdalur án raforkuframleiðslu. Framundan er annar opinn fundur með áhugasömum þar sem fyrirliggjandi gögn verða kynnt og hugmyndir um framhaldið viðraðar. Heillaskref að tæma lónið Við svona breytingar á hjartfólgnu svæði er eðlilegt að ýmis sjónarmið séu á lofti. Við höfum séð það í umræðunni hingað til og líklega hér eftir. Við sáum það meðal annars þegar það eðlilega skref var tekið að hætta að stækka og minnka lónið við Árbæjarstíflu eftir árstíðum. Umhverfisyfirvöld, sem höfðu bent á vankantana fyrir lífríkið, reyndust hafa rétt fyrir sér, enda benda allar lífríkisrannsóknir til þess að tæming Árbæjarlóns hafi verið heillaskref fyrir fisk og annað lífríki Elliðaánna. Okkur Orkuveitufólki urðu á mistök við upplýsingagjöf um þessa breytingu og erum enn að bíta úr nálinni vegna þeirra. Þannig er enn í gangi kærumál þar sem krafist var að tæming lónsins væri háð framkvæmdaleyfi. Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að svo væri, en það hefði þó engin áhrif á tæminguna sem var þegar um garð gengin. Þeirri niðurstöðu nefndarinnar hafnaði hérðasdómur og nú er dómsmálið í áfrýjun. Það er von okkar Orkuveitufólks að með því að efna nú til áframhaldandi samtals um okkar yndislega Elliðaárdal getum við sameiginlega búið þannig um að hann verði ekki bara áfram sú einstaka náttúru- og útivistarperla sem hann er, heldur enn betri. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun