Þurfa leyfi til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 19:05 Girona hefur í fyrsta sinn í sögu félagsins tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu, það er ef UEFA leyfir félaginu að taka þátt. Alex Caparros/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Girona tryggði sér nýverið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er þó enn óvíst hvort liðið fái að taka þátt þar sem það er að hluta til í eigu City Football Group sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City. Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sjá meira
Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sjá meira