Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 07:48 Stjórn Íslensku óperunnar. ÍÓ Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar. Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Þetta segir í umsögn stjórnar Íslensku óperunnar um frumvarp um stofnun Þjóðaróperu. Stjórnin gerir margar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda og segir meðal annars að frumvarpið sé „með svo nniklum ágöllum um markmið, tilgang, ávinning, stjórnun, fyrirkomulag og framkvæmd 3ð stjórn íslensku óperunnar telur nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir og mæla með þvÍ að það verði ekki samþykkt nema með verulegum breytingum“. Í athugasemdun stjórnarinnar segir meðal annars að það sé „úrelt 19. aldar hugmynd“ að færa meginhluta óperustarfsemi á Íslandi undir beina stýringu ríkisins og ráðherra. „Notkun orðsins „þjóðarópera“ virðist helst til skrauts,“ segir í umsögninni. Hvergi sé að finna listræn eða fagleg markmið. Þó sé skýrt markmið að auka verulega fastan kostnað og þrefalda hann með 24 nýjum stöðugildum. Sjálfstæði sé fórnað og „snúið 44 ár aftur í tímann“ með því að gera óperuna að deild í Þjóðleikhúsinu og setja hana undir vald ráðherra. Stjórnin segir að til standi að þrefalda kostnað ríkisins án þess að greina ábátann og þá liggi ekki fyrir greining á stöðu óperunnar á Íslandi. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að fella starf Þjóðaróperu undir Þjóðleikhúsið. „Erfitt er að átta sig á röksemdum fyrir því að Þjóðarópera skuli vera hluti af Þjóðleikhúsinu. Ekki er sýnt fram á listrænan ávinning, fjárhagslegan sparnað eða aukna framleiðni. Yfirbygging verður í besta falli sú sama í versta falli meiri. Helst er að sjá að með þessu strykist barátta Þjóðleikhússins fyrir viðbyggingu, svo kölluðum svörtum kassa,“ segir stjórnin í umsögninni. Stjórnin leggur fram nokkrar tillögur, sem miða að því að fallið verði frá stofnun Þjóðaróperu og breytingar gerðar á rekstri Íslensku óperunnar. Umsögn stjórnar Íslensku óperunnar.
Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði