Þeir félagar hafa dæmt undanfarin ár í deildunum hér heima og gætu nú fengið fljótlega stærri verkefni erlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands.
Árni og Þorvar eru þriðja dómaraparið á Íslandi sem hlýtur EHF réttindi en hin eru dómaraparið Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson annars vegnar og dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hins vegar.
Árni Snær og Þorvar Bjarmi hafa dæmt tvo leiki í úrslitakeppni Olís deildar karla til þessa, fyrsta leikinn i einvígi ÍBV og Hauka og fyrsta leikinn í einvígi FH og ÍBV.