Lýðskrum eða minnisleysi? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 8. maí 2024 12:00 Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar