Enrique hneykslaður: „Er þér alvara?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:00 Luis Enrique fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum í gærkvöld. Getty/Valerio Pennicino Luis Enrique, þjálfari PSG, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann var hneykslaður á spurningu um heppni, á blaðamannafundi eftir leik. PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01
Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55
Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast