Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 15:54 Teikning af því hvernig 55 Cancri e og móðurstjarna hennar gætu litið út. Yfirborð plánetunnar er líklega ólgandi kvikuhaf. NASA, ESA, CSA, R. Crawford (STScI) Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35
Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53