Eitt málanna átti að fara fyrir dóm í þessi viku og átti að hefja kviðdómaval á þriðjudaginn. Málið var höfðað af fjölskyldu Madison Dubiski sem lést á hátíðinni aðeins 23 ára gömul. Dubiski var búsett í Houston þar sem hátíðin fór fram.
Í frétt um málið á vef Variety segir að samningarnir séu gerðir á sama tíma og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna upplýsti um plön sín að kæra Live Nation fyrir brot á lögum um einokun og hringamyndun. Í málsókninni er fyrirtækið sakað um að misnota stöðu sín á markaði þannig að það grafi undan samkeppni í miðastöðu og hafi skapað umhverfi þar sem þau hafi verið með einokun á markaði og út fyrir það.
Ein fjölskylda fer alla leið
Lögmaður Live Nation, Neal Manne, útskýrði fyrir dómstóli í vikunni að búið væri að ná samningum í níu af þeim tíu málum sem höfðu verið höfðuð, þar á meðal mál Dubiski. Sú eina sem er eftir varðar mál hins níu ára gamla Ezra Blound sem er sá yngsti sem lést í troðningi á hátíðinni. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sagt að hann muni taka málið alla leið.
Astroworld hátíðin fór fram í nóvember á rið 2021 í NRG almenningsgarðsins í Houston, Texas. Átta létust á vettvangi hátíðarinnar en tvö á spítala eftir hörmungarnar. Rúmlega fjögur þúsund manns sem sóttu hátíðina höfðuðu mál í kjölfar hennar og segir í frétt Variety að 2.400 varði meiðsli sem þau urðu fyrir á hátíðinni.
Kviðdómur í Harris-sýslu í Texas ákvað í júní árið 2023 að gefa ekki út ákæru á hendur rapparanum vegna málsins.