Grafa skoðanakannanir undan lýðræðinu? Guðlaugur Bragason skrifar 10. maí 2024 09:01 Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Guðlaugur Bragason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar