Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2024 20:01 Haraldur Árni Hróðmarsson er knattspyrnuþjálfari. arnar halldórsson Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. „Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31