Sonur Kristbjargar fagnaði góðum sigri Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 15:00 Albert Guðmundsson var merktur mömmu sinni, Kristbjörgu, í leiknum gegn Sassuolo á Ítalíu í dag. Getty/Simone Arveda Albert Guðmundsson var merktur mömmu sinni í leik með Genoa í dag, þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Í tilefni mæðradagsins leika nokkur lið í ítölsku deildinni með nöfn eða eftirnöfn mæðra sinna á bakinu nú um helgina. Albert var því með nafnið Kristbjörg á sinni treyju, í stað þess að þar stæði Albert eins og vanalega. Kristbjörg Helga Ingadóttir, fyrrverandi leikmaður Vals og KR, er mamma Alberts og þess má geta að hún á að baki fjóra A-landsleiki. Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku deildinni á leiktíðinni og er eftirsóttur af bestu liðum hennar, en hann var þó ekki á meðal markaskorara í dag. Albert Guðmundsson er með Genoa á góðu róli um miðja deild, þrátt fyrir að liðið hafi komið upp sem nýliði í fyrra.Getty Genoa virtist hafa komist yfir á 7. mínútu en eftir skoðun á myndbandi var markið tekið af og hendi dæmd á Genoa í staðinn. Myndbandsdómgæslan fór aftur illa með Genoa á 30. mínútu þegar víti var dæmt á liðið, og Sasuolo komst yfir með marki Andrea Pinamonti. Albert vildi sjálfur fá víti skömmu seinna þegar hann féll við í teignum, en dómarinn taldi ekki um brot að ræða. Genoa náði þó að jafna snemma í seinni hálfleik, þegar Milan Badelj skoraði eftir aukaspyrnu. Albert hóf svo sókn á 63. mínútu sem endaði með sjálfsmarki gestanna, og það reyndist að lokum sigurmarkið. Genoa er því með 46 stig í 11. sæti en Sassuolo er í 19. sæti með 29 stig og þarf svo sannarlega á stigum að halda í síðustu tveimur umferðunum til að forða sér frá falli. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson var merktur mömmu sinni í leik með Genoa í dag, þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Í tilefni mæðradagsins leika nokkur lið í ítölsku deildinni með nöfn eða eftirnöfn mæðra sinna á bakinu nú um helgina. Albert var því með nafnið Kristbjörg á sinni treyju, í stað þess að þar stæði Albert eins og vanalega. Kristbjörg Helga Ingadóttir, fyrrverandi leikmaður Vals og KR, er mamma Alberts og þess má geta að hún á að baki fjóra A-landsleiki. Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku deildinni á leiktíðinni og er eftirsóttur af bestu liðum hennar, en hann var þó ekki á meðal markaskorara í dag. Albert Guðmundsson er með Genoa á góðu róli um miðja deild, þrátt fyrir að liðið hafi komið upp sem nýliði í fyrra.Getty Genoa virtist hafa komist yfir á 7. mínútu en eftir skoðun á myndbandi var markið tekið af og hendi dæmd á Genoa í staðinn. Myndbandsdómgæslan fór aftur illa með Genoa á 30. mínútu þegar víti var dæmt á liðið, og Sasuolo komst yfir með marki Andrea Pinamonti. Albert vildi sjálfur fá víti skömmu seinna þegar hann féll við í teignum, en dómarinn taldi ekki um brot að ræða. Genoa náði þó að jafna snemma í seinni hálfleik, þegar Milan Badelj skoraði eftir aukaspyrnu. Albert hóf svo sókn á 63. mínútu sem endaði með sjálfsmarki gestanna, og það reyndist að lokum sigurmarkið. Genoa er því með 46 stig í 11. sæti en Sassuolo er í 19. sæti með 29 stig og þarf svo sannarlega á stigum að halda í síðustu tveimur umferðunum til að forða sér frá falli.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti