Telja að „bestu dagar Airbnb séu framundan“

Sjóðstjórar Paragon Fund telja að bestu dagar Airbnb séu framundan og að félagið muni auka enn frekar við markaðshlutdeild sína á næstu árum. Paragon Fund uppskar 130 prósenta ávöxtun á hálfu ári við kaup á hollensku fjártækni fyrirtæki sem lækkaði verulega eftir lélegt uppgjör. Sjóðstjórunum þótti viðbrögð við uppgjörinu ýkt og hófu að fjárfesta í bréfum Adyen. Þeir telja að undirliggjandi rekstrarframlegð Amazon samstæðunnar eigi mikið inni.