Forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 13:31 Agnes Björg sálfræðingur að flytja erindi á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á. Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira