Lengi vel leit út fyrir að ekkert mark yrði skorað í fyrri hálfleik, en gestirnir í Sittard náðu loks að brjóta ísinn á 38. mínútu. Liðið bætti svo öðru marki við á 44. mínútu áður en María skoraði þriðja mark liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma.
María var svo aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna eftir að heimakonur höfðu minnkað muninn snemma í síðari hálfleik.
Hildur Antonsdóttir gerði svo fimmta mark Sittard tíu mínútum síðar áður en liðið bætti tveimur mörkum til viðbótar við á seinustu tuttugu mínútum leiksins. Niðurstaðan því afar öruggur 7-1 sigur Sittard sem situr í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig, níu stigum meira en Zwolle sem situr í sjötta sæti.