„Gæti orðið spennandi verkefni að vera í botnbaráttu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. maí 2024 20:03 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs. „Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla Valur KA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
„Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla Valur KA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira