Warnock þykir líklegur til að taka að sér hlutverk hjá utandeildarliði Torquay United í kjölfar þess að Bryn-samsteypan tekur yfir félagið. Samsteypan, sem samanstendur af fólki úr viðskiptalífinu á svæðinu, hefur keypt félagið með fyrirvara um samþykki kröfuhafa.
Warnock var síðast þjálfari skoska liðsins Aberdeen, en hann tók við liðinu til bráðabirgða. Warnock stýrði liðinu í átta leikjum, en hann tók við þann 5. febrúar og lét af störfum rúmum mánuði síðar, þann 9. mars síðastliðinn. Hann sagðist vera sestur í helgan stein eftir starf sitt hjá Aberdeen.
"He knows our club very well, he knows our region very well." pic.twitter.com/cKLk0eGYDF
— talkSPORT (@talkSPORT) May 11, 2024
Nú stefnir hins vegar í að Warnock hætti við að hætta afskiptum af fótbolta. Þessi reynslumikli þjálfari hefur á löngum ferli sínum stýrt 20 liðum, þar á meðal Leeds, Crystal Palace og Sheffield United. Hann stýrði meðal annars Torquay United árið 1993 og gæti því snúið aftur til félagsins rúmum 30 árum eftir að hann stýrði því.