Arteta hælir Ten Hag og vonast til að hann haldi áfram Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:01 Mikel Arteta og Erik ten Hag hafa verið í afar ólíkum málum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en eiga báðir möguleika á að ljúka leiktíðinni með titli. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að skáka Erik ten Hag í dag til að halda í við Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ten Hag berst hins vegar fyrir lífi sínu sem stjóri Manchester United. United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik. Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30