Söfn í þágu fræðslu og rannsókna Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. maí 2024 12:01 Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun