Gregg: Algjörlega óásættanlegt Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2024 20:00 Gregg Ryder var ekki ánægður með sína menn í dag hvorki frammistöðu né andann í liðinu. vísir / anton brink HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15