Saka Casemiro um leti: „Hreyfðu fæturna á þér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2024 14:31 Casemiro vill eflaust gleyma síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United sem fyrst. getty/Simon Stacpoole Tvær Manchester United-hetjur sökuðu Brasilíumanninn Casemiro um leti í leiknum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Arsenal vann leikinn á Old Trafford í gær, 0-1, og United hefur því tapað fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem hefur aldrei áður gerst. Leandro Trossard skoraði eina mark leiksins í gær. Casemiro leit illa út í markinu en hann sat eftir, langt fyrir aftan félaga sína í vörn United, og spilaði Kai Havertz, sem lagði upp markið, réttstæðan. „Þetta er letilegt. Hann er latur. Samherjar hans fóru fram og voru gripnir í bólinu. Hann verður að fara framar,“ sagði Wayne Rooney á Sky Sports í gær. „Hvort sem þú ert miðjumaður eða miðvörður verðurðu að stíga upp með liðinu. Ef ekki spilarðu andstæðinginn réttstæðan og verður refsað.“ Roy Keane tók í sama streng og Rooney og sagði að ekki væri hægt að nota Casemiro í vörninni. „Hann getur ekki spilað sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða veikleika sem þú ert með þá þjálfar þú ekki hraða. Það var líka smá leti að stíga upp sem leiddi til marksins,“ sagði Keane. „Við erum ekki að segja að Casemiro geti dekkað stórt svæði en þú verður að stíga upp. Hreyfðu fæturna á þér.“ Casemiro hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og ekki verið svipur að sjón frá því á síðasta tímabili. Hann var til að mynda ekki valinn í brasilíska landsliðið fyrir Copa América, Suður-Ameríkukeppnina, í sumar. United mætir Newcastle United og Brighton í síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Manchester-liðin, United og City, eigast svo við í bikarúrslitaleiknum 25. maí.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31 Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Rooney sakar meidda leikmenn United um að vilja ekki spila Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, segir að sumir af meiddu leikmönnum liðsins geti vel spilað en vilji það ekki til að forðast gagnrýni. 13. maí 2024 07:31
Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. 7. maí 2024 10:00