Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 08:53 Hakakross nasista og skammstöfun hægriöfgaflokksins AfD sem spellvirkjar krotuðu á kosningaauglýsingu Jafnaðarmannaflokks Olafs Scholz kanslara í Cottbus í Austur-Þýskalandi. Vísir/EPA Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. Dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster töldu nægar sannanir fyrir því að pólitísk markmið AfD stangist á við mannlega reisn ákveðinna þjóðfélagshópa og lýðræðið. Flokkun hans sem mögulega hættulegra öfgasamtaka væri því hæfileg og samræmdist bæði innlendum og evrópskum lögum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AfD hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og gæti jafnvel unnið sigra í nokkrum sambandslandskosningum í austanverðu Þýskalandi á þessu ári. Flokksmenn hafa ítrekað látið rasísk ummæli falla en undanfarið hefur flokkurinn einnig verið sakaður um að vera skálkaskjól fyrir njósnara Rússlands og Kína. Þannig var starfsmaður Evrópuþingsmanns AfD handtekinn, grunaður um njósna um störf þingsins og kínverska andófsmenn í Þýskalandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn. Aukin harka hefur færst í þýsk stjórnmál upp á síðkastið. Ítrekað hefur verið veist að stjórnmálamönnum og starfsmönnum flokka á allra síðustu dögum og vikum. Alvarlegasta árásin var á Evrópuþingmann Jafnaðarmannaflokks (SDP) Olafs Scholz kanslara í Dresen í byrjun mánaðar. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann var barinn úti á götu þegar hann var að hengja upp kosningaveggspjöld. Þýskaland Tengdar fréttir Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Dómarar við stjórnsýsludómstól í Münster töldu nægar sannanir fyrir því að pólitísk markmið AfD stangist á við mannlega reisn ákveðinna þjóðfélagshópa og lýðræðið. Flokkun hans sem mögulega hættulegra öfgasamtaka væri því hæfileg og samræmdist bæði innlendum og evrópskum lögum. „Það er tilefni til þess að gruna að minnsta kosti hluti flokksins vilji skipa þýskum borgurum af erlendum bakgrunni í annan flokk,“ skrifuðu dómararnir þegar þeir staðfestu niðurstöðu lægra dómstigs frá 2022, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AfD hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og gæti jafnvel unnið sigra í nokkrum sambandslandskosningum í austanverðu Þýskalandi á þessu ári. Flokksmenn hafa ítrekað látið rasísk ummæli falla en undanfarið hefur flokkurinn einnig verið sakaður um að vera skálkaskjól fyrir njósnara Rússlands og Kína. Þannig var starfsmaður Evrópuþingsmanns AfD handtekinn, grunaður um njósna um störf þingsins og kínverska andófsmenn í Þýskalandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn. Aukin harka hefur færst í þýsk stjórnmál upp á síðkastið. Ítrekað hefur verið veist að stjórnmálamönnum og starfsmönnum flokka á allra síðustu dögum og vikum. Alvarlegasta árásin var á Evrópuþingmann Jafnaðarmannaflokks (SDP) Olafs Scholz kanslara í Dresen í byrjun mánaðar. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann var barinn úti á götu þegar hann var að hengja upp kosningaveggspjöld.
Þýskaland Tengdar fréttir Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. 8. maí 2024 10:09
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46