Auðlindirnar okkar Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 13. maí 2024 11:01 Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest erum við sammála um að sameign þjóðar á auðlindum eigi að vera meitluð í stjórnarskrá sem og ákvæði um sjálfbæra nýtingu. Umgengni við auðlindir hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eru brotalamir í umgjörð. Nú þegar verið er að setja eftir á reglur um nýtingu fjarðanna fyrir lagareldi sést hversu óheppilegt það er. Þetta er vonandi víti til varnaðar þegar sárlega þarf að setja umgjörð um nýtingu vinds til orkuöflunar. Göngum varlega fram, tryggjum að náttúran njóti vafans með skýrum lagaramma og viðeigandi reglum um nýtingu. Því miður eru margar áætlanir í vindorku-iðnaði þegar farnar af stað, komnar til umsagnar og í skipulagsferla innan sveitarfélaga. Þetta hefur gerst án þess að Alþingi hafi afgreitt lög og reglugerðir sem varða vindorku-iðnaðinn. Slík ferli eru með öllu óskiljanleg og bendir til þess að djúp gjá sé á milli ríkis og sveitarfélaga. Ísland er mjög ríkt af raforku í samanburði þjóða en þó fer hvergi jafn lítill hluti af heildar raforkuframleiðslu, eða um 5%, til heimila landsins. Eðlilegt væri að tryggja afhendingaröryggi til heimila með skýrum lagaramma. Í dag velja fjarvarmaveitur að kaupa skerðanlega orku sem er ódýrari en er jafnframt ótryggð. Þetta gengur oftast upp en er ekki í takt við orkuöryggi til heimila og því virðist þurfa að bregðast við með niðurgreiðslu ríkisins. Hér gæti verið viðeigandi að nýta hluta af arðgreiðslum Landsvirkjunar til niðurgreiðslu forgangsorku til fjarvarmaveitna. Eins þarf að bregðast við því að fyrirtæki eins og fiskimjölsverksmiðjur sjái hag sinn í að kaupa olíu til brennslu í stað endurnýjanlegrar orku. Ríkið þarf að tryggja að endurnýjanleg orka sé alltaf hagkvæmasti valkosturinn. Jafnharðan þarf að styrkja aðliggjandi raforkuflutningskerfi til allra uppsjávarvinnsla. Nú er orkusóun um 8%, sterkara flutningskerfi ætti að stuðla að betri orkunýtingu og eins og fram kemur í skýrslunni Engin orkusóun eru möguleikarnir talsverðir. Niðurstöður skýrslunnar benda til að hægt sé að ná fram orkusparnaði sem nemur 356 GWst eða um 2% af heildarorkunotkun ársins 2022, með tækni sem nú þegar er til staðar og án mikils fjárhagslegs kostnaðar. Sparnaðinum má meðal annars ná fram með notkun díóðulýsingar, orkunýtnari rafmagnstækjum, bættri loftkælingu, meiri loftræstingu og hugbúnaðarkerfi sem miðar að orkunýtni bygginga. Miklir möguleikar á orkusparnaði eru líka í áliðnaðinum og samkvæmt fyrrnefndri skýrslu þykir líklegt að meira en 24% (112 GWst) af orkusparnaðar eigi eftir að raungerast í tengslum við álverin á næsta áratug. Spennandi tækifæri felast í notkun glatvarma, hann má endurnýta til að framleiða rafmagn eða til húshitunar á köldum svæðum. Einnig eru miklir möguleikar bæði í virkjun sólarljóss og sjávarfalla, nágranna þjóðirnar eru komnar lengra í nýtingu á þeirri grænu orku. Umfram allt þarf áhersla í orkusölu að beinist til innlendra orkuskipta, það auðveldar að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar og hefur þar með keðjuverkandi áhrif á velsæld. Hólmfríður Sigþórsdóttir er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitastjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar