Hvað þarf til að forseti beiti málskotsrétti? Salvör Nordal skrifar 13. maí 2024 13:31 Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun