Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2024 20:02 Stærsta orkuver Færeyja í Kaldbaksfirði framleiðir raforku með olíubrennslu. Egill Aðalsteinssson Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá stærsta raforkuver Færeyinga við Kaldbaksfjörð skammt frá Þórshöfn. Þar eru það skorsteinar sem setja mestan svip á umhverfið enda er raforkan þar framleidd með olíu. Fyrir fáum árum voru yfir sextíu prósent raforkunnar framleidd með þessum hætti og þurftu Færeyingar að verja allt að fjórðungi útflutningstekna sinna til olíukaupa. En svo fóru þeir að virkja vindinn enda takmarkað vatnsafl Færeyja að mestu fullbeislað. Finn Jakobsen, forstjóri Magn í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Stærsta olíufélag eyjanna, Magn, stendur jafnframt að uppbyggingu vindmyllugarða og við spurðum forstjórann hvernig orkuskiptin væru að ganga í Færeyjum. „Það gengur vel en hægt. Því að í orkuskiptum höfum við metnaðarfullt markmið um að árið 2030 verði búið að skipta út allri olíu í landi fyrir rafmagn. Svo við stefnum hátt en það gengur samt hægt en þetta er á réttri leið,” segir Finn Jakobsen, forstjóri Magn. Vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Vindorkulundir eru núna á fjórum stöðum í Færeyjum en mestu munar um þann nýjasta, sem er á fjöllunum ofan Þórshafnar, á Gellingarkletti. Stærstu vindmyllurnar þar eru um níutíu metra háar. Svo tröllauknum risum á bara eftir að fjölga, ef að líkum lætur. Vindmyllur eru þegar orðnar áberandi á færeyskum fjöllum og teljast í tugum. „Í dag eru um þrjátíu vindmyllur sem snúast árið um kring. Við ætlum að þrefalda þann fjölda til að mæta þörfinni fyrir upphitun,” segir Finn. Skorsteinar raforkuversins setja svip sinn á umhverfið í Kaldbaksfirði.Egill Aðalsteinsson Færeyingar hafa engan jarðhita og hafa því neyðst til að kynda hús sín með olíu. „Öll íbúðarhús í Færeyjum, eða meginhluti íbúðarhúsa, hafa sína eigin olíukyndingu og nota olíu til húshitunar. Það sem við einbeitum okkur að er að skipta út olíukyndingu fyrir varmadælur. Það eru fleiri hundruð sem skipta á hverju ári. Svo að á næstu tuttugu árum verðum við langt komin með að koma húsakyndingunni yfir í raforku,” segir Finn Jakobsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir ellefu árum undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar Færeyja og Íslands undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum þar sem kanna átti kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Bensín og olía Loftslagsmál Vindorka Orkuskipti Tengdar fréttir Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. 26. febrúar 2024 21:00
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22