Sterk, rökföst og réttsýn rödd Jakob S. Jónsson og skrifa 13. maí 2024 19:31 Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun