Okkar forseti Þráinn Farestveit skrifar 14. maí 2024 11:01 Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun