Napoli leiðir kapphlaupið en Juventus tilbúið að láta Genoa fá tvo fyrir Albert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 11:30 Albert Guðmundsson er undir smásjá stærstu liða Ítalíu. getty/Image Photo Agency Svo virðist sem stærstu lið Ítalíu muni berjast um að kaupa Albert Guðmundsson í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt afar gott tímabil með Genoa í vetur. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert. Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone. Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024 Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira. Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Ítalski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert. Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone. Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024 Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira. Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.
Ítalski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira