Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 14:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna. Dómsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna.
Dómsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira