Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 14:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna. Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna.
Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira