Innlent

Sóttu veikan mann á skemmti­ferða­skip um­kringt haf­ís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eins og sjá má var töluverður hafís á svæðinu þar sem skemmtiferðaskipið var á siglingu.
Eins og sjá má var töluverður hafís á svæðinu þar sem skemmtiferðaskipið var á siglingu. LHG

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar farþega um borð í skemmtiferðaskipi við austurströnd Grænlands. Farþeginn hafði veikst skyndilega og óskaði læknir um borð eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar.

Áhöfnin á TF-EIR var kölluð út til að sækja sjúklinginn og átti langt flug fyrir höndum. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að töluverða skipulagningu þurfi fyrir verkefni sem þetta. Tók þyrla Landhelgisgæslunnar á loft laust eftir klukkan níu í morgun. 

Frá Reykjavík var flogið beint að skipinu sem var statt um 130 sjómílur norður af Horni. Hífingar gengu vel og fóru fram við afar góðar aðstæður. Þegar búið var að koma sjúklingnum um borð var flogið til Ísafjarðar þar sem eldneyti var tekið á þyrluna. Að því búnu var flogið beint til Reykjavíkur og sjúklingurinn fluttur á Landspítalann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×