Tiger trúir enn á sjálfan sig: „Líður enn eins og ég geti unnið golfmót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 23:30 Tiger Woods er klár í slaginn fyrir PGA Meistaramótið í golfi. Ross Kinnaird/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur enn trú á því að hann geti unnið sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið í golfi fer fram um helgina. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira