Gerir sér grein fyrir erfiðu tímabili: „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 23:01 Erik ten Hag ávarpaði stuðningsmenn eftir sigurinn í kvöld. Gareth Copley/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir sýndan stuðning á tímabilinu eftir síðasta heimaleik tímabilsins þar sem United vann 3-2 sigur gegn Newcastle. Gengi United á tímabilinu hefur ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Liðið situr í áttunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og getur í besta falli stolið sjötta sætinu af Chelsea, en það verður þó að teljast ólíklegt þar sem Chelsea er með mun betri markatölu. Eftir sigur kvöldsins fékk Ten Hag orðið úti á velli og ávarpaði stuðningsmenn liðsins. „Fyrir hönd leikmanna, starfsfólks og mín sjálfs vil ég þakka ykkur öllum fyrir frábæran stuðning á tímabilinu,“ sagði Ten Hag við stuðningsmenn United. 🔴 Erik ten Hag: “You are the best supporters in the world. Thanks for your support”.“I promise you that those players will give EVERYTHING to get the Cup and bring it to Old Trafford”.pic.twitter.com/TJI8Wk4wTb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 15, 2024 „Eins og þvið vitið hefur þetta ekki verið auðvelt tímabil. Það er þó eitt sem var alltaf hægt að treysta á og það var stuðningur ykkar við liðið. Tímabilið er ekki búið enn. Við eigum eftir að heimsækja Brighton þar sem við ætlum að ná í þrjú stig og síðan förum við á Wembley,“ bætti Ten Hag við, en United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley þann 25. maí næstkomandi. „Ég lofa ykkur því að þessir leikmenn munu gera allt sem þeir geta til að ná í þennan bikar og koma með hann á Old Trafford. Við erum viss um að þið verðið mættir til að styðja við bakið á okkur. Takk fyrir okkur. Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi,“ sagði Hollendingurinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Gengi United á tímabilinu hefur ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Liðið situr í áttunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og getur í besta falli stolið sjötta sætinu af Chelsea, en það verður þó að teljast ólíklegt þar sem Chelsea er með mun betri markatölu. Eftir sigur kvöldsins fékk Ten Hag orðið úti á velli og ávarpaði stuðningsmenn liðsins. „Fyrir hönd leikmanna, starfsfólks og mín sjálfs vil ég þakka ykkur öllum fyrir frábæran stuðning á tímabilinu,“ sagði Ten Hag við stuðningsmenn United. 🔴 Erik ten Hag: “You are the best supporters in the world. Thanks for your support”.“I promise you that those players will give EVERYTHING to get the Cup and bring it to Old Trafford”.pic.twitter.com/TJI8Wk4wTb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 15, 2024 „Eins og þvið vitið hefur þetta ekki verið auðvelt tímabil. Það er þó eitt sem var alltaf hægt að treysta á og það var stuðningur ykkar við liðið. Tímabilið er ekki búið enn. Við eigum eftir að heimsækja Brighton þar sem við ætlum að ná í þrjú stig og síðan förum við á Wembley,“ bætti Ten Hag við, en United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley þann 25. maí næstkomandi. „Ég lofa ykkur því að þessir leikmenn munu gera allt sem þeir geta til að ná í þennan bikar og koma með hann á Old Trafford. Við erum viss um að þið verðið mættir til að styðja við bakið á okkur. Takk fyrir okkur. Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi,“ sagði Hollendingurinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira