Gengi United á tímabilinu hefur ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Liðið situr í áttunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og getur í besta falli stolið sjötta sætinu af Chelsea, en það verður þó að teljast ólíklegt þar sem Chelsea er með mun betri markatölu.
Eftir sigur kvöldsins fékk Ten Hag orðið úti á velli og ávarpaði stuðningsmenn liðsins.
„Fyrir hönd leikmanna, starfsfólks og mín sjálfs vil ég þakka ykkur öllum fyrir frábæran stuðning á tímabilinu,“ sagði Ten Hag við stuðningsmenn United.
🔴 Erik ten Hag: “You are the best supporters in the world. Thanks for your support”.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 15, 2024
“I promise you that those players will give EVERYTHING to get the Cup and bring it to Old Trafford”.pic.twitter.com/TJI8Wk4wTb
„Eins og þvið vitið hefur þetta ekki verið auðvelt tímabil. Það er þó eitt sem var alltaf hægt að treysta á og það var stuðningur ykkar við liðið. Tímabilið er ekki búið enn. Við eigum eftir að heimsækja Brighton þar sem við ætlum að ná í þrjú stig og síðan förum við á Wembley,“ bætti Ten Hag við, en United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley þann 25. maí næstkomandi.
„Ég lofa ykkur því að þessir leikmenn munu gera allt sem þeir geta til að ná í þennan bikar og koma með hann á Old Trafford. Við erum viss um að þið verðið mættir til að styðja við bakið á okkur. Takk fyrir okkur. Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi,“ sagði Hollendingurinn að lokum.