Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda Hjörtur Hjartarson skrifar 16. maí 2024 13:30 Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Líklega gætu allir frambjóðendurnir rækt formlegar skyldur forseta. Það sem skiptir okkur flest mestu máli er skilningur þeirra á grundvallarhlutverki embættisins og viðhorf til lýðræðis. Eitt mikilvægasta hlutverk forsetans endurspeglast í málsskotsréttinum, að þjóðkjörinn forseti geti lagt lög frá Alþingi í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar. Í því felst sá viðtekni grundvallarskilningur á lýðræði að þjóðin eigi lokaorðið. Að allt ríkisvald sé sprottið frá þjóðinni, að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar urðu til í ferli sem Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, lýsti sem „víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um.“ Kjósendur svöruðu afdráttarlaust. Yfir 2/3 hlutar þeirra (67%) sögðu að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 1. Hvað finnst þér um þetta, að skýr vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé ekki virtur? Rúm þrjú ár (2020) eru síðan þáverandi forsætisráðherra fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Nokkrum dögum áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til sama forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. 2. Hvað finnst þér um þessi tilmæli Feneyjanefndarinnar? Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í janúar síðastliðnum að stjórnarskráin væri í sjálfheldu. Það eru orð að sönnu. Viðleitni nýfráfarins forsætisráðherra í stjórnarskrármálinu undanfarin sjö ár hefur engu skilað nema óbreyttu ástandi. Og aðeins lítill minni hluti getur glaðst yfir því. Enn er hægt að ganga hreint og heiðarlega til verks. Að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 felur í sér að taka fyrir og afgreiða samþykktar tillögur af heilindum og trúnaði við lýðræðislegar grundvallarreglur. Alþingi hefur reynst ófært um þetta. Sú hugmynd hefur verið sett fram að farsælast væri að sérstakt slembivalið stjórnlagaþing sæi um lokafrágang á nýju stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið ynni í samræmi við tilmæli Feneyjanefndar Evrópuráðsins frá 2020 og samskonar leiðsögn Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns, sem er þessi: Tillögurnar eru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeim sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim verða því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. 3. Sérð þú fyrir þér leið til að virða lýðræðislegan vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Frá þúsund manna þjóðfundi í Laugardalshöll. Lárus Ýmir Óskarsson
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun