Fico er þungt haldinn en ekki í lífshættu eftir að 71 árs gamall karlmaður skaut hann fimm sinnum af stuttu færi í bænum Handlova eftir sérstakan ríkisstjórnarfund sem var haldinn þar í gær. Yfirvöld hafa ekki greint frá nafni tilræðismannsins en fjölmiðlar segja að hann heiti Juraj Cintula, ljóðskáld frá bænum Levice.
Matus Sutaj Estok, innanríkisráðherra, sagði að tilræðismaðurinn hefði verið einn að verki. Hann hefði áður tekið þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum.
„Þetta var einfari sem greip til frekari aðgerða eftir forsetakosningarnar þar sem hann var óánægður með úrslitin,“ sagði Estok en Peter Pellegrini, bandamaður Fico, var kjörinn forseti í kosningum í apríl.
Stjórnmálaleiðtogar í Slóvakíu og víðar hafa kallað tilræðið í gær árás á lýðræðið. Pellegrini forseti hefur kallað eftir því að flokkar stöðvi kosningabaráttu sína fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í byrjun júní, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Fyrirhuguðum mótmælum gegn áformum ríkisstjórnar Fico um að leggja niður ríkisútvarp landsins í gær.