Njótum reynslu Katrínar Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2024 07:01 Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun