Fyrsta HM stelpnanna okkar verður vonandi í Brasilíu 2027 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu munu örugglega gera allt sem þær geta til að fá að vera með á HM í Brasilíu eftir þrjú ár. Vísir/Vilhelm Nú er loksins ljóst hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram. Brasilía mun halda HM 2027. Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027. HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027.
HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti