HM 2027 í Brasilíu

Fréttamynd

Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Alberts truflar lands­liðið ekki

Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska lands­liðsins, segir mál lands­liðs­mannsins Alberts Guð­munds­sonar, sem nú er tekið fyrir í Lands­rétti, ekki trufla liðið í undir­búningi fyrir mikilvæga leiki í undan­keppni HM í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­nægð með að mæta Ís­landi

Eins og búast mátti við eru viðbrögðin við riðli Íslands í undankeppni HM kvenna í fótbolta öll á þann veg að um enn eitt einvígi Spánar og Englands verði að ræða. Hinn sigursæli landsliðsþjálfari Evrópumeistara Englands fagnar því að mæta Íslendingum.

Fótbolti
Fréttamynd

Steini um mar­traðarriðilinn: „Ekki drauma­and­stæðingar“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vissulega ekki vera draumastöðu að hafa dregist með ríkjandi heims- og Evrópumeisturum í riðil í undankeppni HM 2027, verkefnið sé þó ekki óyfirstíganlegt og spennandi tilhugsun sé að taka á móti stærstu stjörnum kvennafótboltans hér heima. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land fær eitt lakara lið í sinn riðil

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn á þriðjudag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Ísland verður í þriðja flokki í A-deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Þrjár heitastar í frostinu

Leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gekk afar vel að fóta sig í frostinu á upphituðu gervigrasinu á Þróttarvelli í kvöld, í sigrinum á Norður-Írum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja spurningar vakna um stöðu Elísa­betar

Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður tími fyrir nýjar raddir og í­hugaði að hætta sjálfur

Þorsteinn Halldórsson íhugaði að hætta sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta eftir EM í sumar. Hann ákvað þó að halda áfram en tók erfiða ákvörðun um að skipta út aðstoðarmönnum og hefur nú kynnt sinn fyrsta landsliðshóp eftir þær breytingar, fyrir gífurlega mikilvæga leiki við Norður-Írland síðar í þessum mánuði.

Fótbolti