Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. maí 2024 16:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“ FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira