Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 11:32 Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. HK Digranes Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK Blak Ísrael Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK
Blak Ísrael Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira