„Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“ Páll Magnússon skrifar 17. maí 2024 14:01 Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Páll Magnússon Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun