„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 15:05 Karl segir það alls ekki svo að tútturnar úti á landi séum að reyna að taka LEB yfir, þó Sigurður Ágúst telji svo vera. vísir/vilhelm/aðsend Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“ Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“
Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira