Látin móðir ekki dæmd í tugmilljóna lyfjasölumáli sonarins Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 16:22 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm yfir karlmanni í dag sem varðar fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot og peningaþvætti. Móðir hans hafði verið sakfelld í héraði í málinu en lést á síðasta ári. Landsréttur vísaði sakargiftum hennar frá dómi. Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Jónas James Norris, sonurinn, hlaut tveggja ára fangelsisdóm, sem var það sama og hann fékk í héraði. Hann var meðal annars sakfelldur sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að afla sér rúmlega 84 milljóna króna með sölu og dreifingu lyfja. Þrátt fyrir staðfestinguna á refsingunni vísaði Landsréttur ákveðnum hluta málsins frá dómi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir héraði. Móðirin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í héraði, en líkt og áður segir staðfesti Landsréttur það ekki og vísaði málinu frá. Ákæran á hendur henni var einungis fyrir peningaþvætti, en henni var gefið að sök að taka við og nýta ávinning af brotum sonar síns sem hljóða upp á tæplega 24 milljónir króna. Tveir aðrir sakborningar voru í málinu, meðal annars kærasta Jónasar, en þeir voru báðir sýknaðir í héraði og Landsréttur tók þátt þeirra ekki fyrir. Lyf innan um DVD-diska Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var rannsókn málsins lýst. Í febrúar 2018 var Jónas handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu á læknalyfjum, en lögreglan hafði fengið tilkynningar um að hann væri að selja fólki með fíknivanda lyfseðilsskyld lyf. Í kjölfar handtökunnar var húsleit gerð heimili hans en þar fundust lyf í smelluláspokum. Einhver þeirra voru falin í skenk og önnur milli DVD-diska. Jónas sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann væri ekki að selja umrædd lyf og að hann hefði aldrei gert slíkt. Hann sagðist þó eiga lyfin, nota þau sjálfur og hafa keypt þau á svarta markaðinum. Í október sama ár var Jónas aftur handtekinn og lögreglan gerði aftur leit á heimili og í bíl hans. Og þá fannst hann með enn fleiri efni í mars 2019. Hann var ákærður fyrir vörslu á ýmsum lyfjum, en þau voru: Fimmtíu töflur af gerðinni mogadon, hundrað af Lexotan, 45 af Rítalín Uno, 154 Rítalín, 37 Contalgin, og fjórtán OxyContin. Þar að auki fundust ýmsir munir sem þóttu brjóta í bága við vopnalög, en þar má nefna raflostbyssu, 1016 stykki af skotfærum og tvo óskráða hljóðdeyfa. Landsréttur vísaði ákveðnum hluta ákærunnar sem varðaði sölu hans lyfseðilsskyldum lyfjum frá dómi vegna óskýrleika. Ekki í samræmi við gögn málsins Við rannsókn málsins fór lögregla að skoða fjármál Jónasar, móður hans, og hinna sakborninganna, en líkt og áður segir varðaði stór hluti málsins peningaþvætti. Fyrir dómi neituðu mæðginin bæði sök, en héraðsdómur mat framburð hans, hvað varðaði umfang lyfjasölunnar, í engu samræmi við gögn málsins. Þá þóttu svör móðurinnar til þess fallin að vekja efasemdir um að hún hefði nægilega góða yfirsýn yfir bankafærslur hennar. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að Jónas eigi 22 refsidóma á bakinu sem nái aftur til ársins 1980. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferilsins, og að einbeitts ásetnings hans. Jafnframt var litið til þess að brot hans náðu yfir langt tímabil og að fjárhæðirnar í málinu hafi verið verulega háar. Fréttin hefur verið uppfærð, en í upprunalegri útgáfu kom ekki fram að móðirin væri látin.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira