Schauffele heldur forystunni en Tiger langt frá niðurskurðinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2024 23:57 Xander Schauffele er í góðum málum eftir annan keppnisdag PGA-meistaramótsins. Michael Reaves/Getty Images Eftir annan keppnisdag á PGA-meistaramótinu í golfi er Xander Schauffele enn á toppnum. Tiger Woods átti hins vegar afleitan dag og var langt frá því að ná niðurskurðinum. Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Schauffele hélt góðri spilamennsku sinni áfram í dag og fékk þrjá fugla á fyrri níu holum hringsins. Hann nældi sér þó í skolla á elleftu holu, eftir tvo fugla í röð á níundu og tíundu, en það var fyrsti og eini skollinn hans á mótinu til þessa. Schauffele endaði hringinn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og hefur því samtals leikið á tólf höggum undir pari. Hann leiðir með einu höggi, en Collin Morikawa situr í öðru sæti á ellefu höggum undir pari og Sahith Theegala situr í þriðja sæti á tíu höggum undir pari. Þó hafa ekki allir lokið leik þegar þetta er ritað. Hins vegar átti Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, ekki góðan dag á Valhalla-vellinum í dag. Hann lék fyrstu fjórar holur dagsins á sjö höggum yfir pari og gróf sig þar með niður í holu sem hann komst aldrei upp úr. Alls lék Tiger á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari vallarins og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Til að ná niðurskurðinum þurftu kylfingar að vera á einu höggi undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira