Því miður ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslu um verkefni Heidelberg Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson skrifa 18. maí 2024 09:01 Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Slíkt er ekki léttvægt og svo mikið er víst að bæjarfulltrúar hefðu gjarnan viljað ljúka þessu máli sem allra fyrst. Sá vilji yfirskyggir þó ekki viljan til að gæta hagsmuna bæjarbúa. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa Bréf frá forstjóra First Water Forsaga þessa máls er sú að, að kvöldi 15. maí sl. barst bæjarfulltrúum bréf frá Eggerti Kristóferssyni forstjóra First Water. Þar er í fyrsta skipti upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins að: „óásættanlegt [sé] að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur bygging hafnar á því svæði sem [First Water] er að sækja jarðsjó.“ Furðuleg vinnubrögð Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Öllum er löngu ljóst að til skoðunar hefur verið að staðsetja starfsemi Heidelberg innan grænna iðngarða á lóð milli landeldisfyrirtækjanna Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór. Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna. Næstu nágrannar hafa ekki lýst áhyggjum heldur þvert á móti Ekki verður hjá því litið að fullyrðingar First Water ganga algerlega í berhögg við afstöðu Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór sem eru í sömu starfsemi og liggja umtalsvert nær fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg, með aðliggjandi lóðamörk. Í samtali við forsvarsmenn Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór hefur komið fram að þeir hafi kynnt sér fyrirhugaða starfsemi Heidelberg afar vel. Báðir aðilar voru fyllilega meðvitaðir um fyriráætlanir þeirra og að þeim gæfist kostur á að skila inn athugasemdum á skipulagstíma. Niðurstaða þeirra var að vænt starfsemi Heidelberg væri ekki skaðleg fyrir landeldisfyrirtæki þeirra. Í opnu bréfi forstjóra Heidelberg til forstjóra First Water segir hins vegar: „Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Vandséð er því á hvað gögnum afstaða First Water hvílir.“ Málið allt í einu fyllt vafa og óvissu Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að. Mál skulu upplýst Bent er á að ein af grunnreglum stjórnsýsluréttar er hin svo kallaða rannóknarregla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar. Ömurleg staða Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja. Ekkert annað að gera Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem Sveitarfélagið Ölfus boðaði til með auglýsingu 28. apríl sl. á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa. Málið verður upplýst og kynnt fyrir bæjarbúum og hagaðilum, svo verður kosið Samhliða þessu fól bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla tafarlaust eftir fundi með fulltrúum First Water þar sem óskað verður eftir því að fram verði lögð gögn sem styðja þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi forstjóra First Water dagsettu 14. maí 2024. Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju. Einnig unnið með öðrum fyrirtækjum Þá var bæjarstjóra einnig falið að eiga samtöl við fulltrúa annarra fyrirtæja sem eru í matvælavinnslu á áhrifasvæðinu til að fá fram á formlegan máta ítrekaða afstöðu þeirra, er þar sérstaklega vísað til Geo Salmo og Landeldisstövarinnar Þór. Við undirrituð ítrekum að við hörmum að vera sett í þá stöðu sem gerir ákvarðanir sem þessar nauðsynlegar en viljum tryggja rétta og vandaða upplýsingagjöf og hlusta eftir áliti bæði íbúa og hagðila. Höfundar eru bæjarfulltrúar D-listans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Slíkt er ekki léttvægt og svo mikið er víst að bæjarfulltrúar hefðu gjarnan viljað ljúka þessu máli sem allra fyrst. Sá vilji yfirskyggir þó ekki viljan til að gæta hagsmuna bæjarbúa. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa Bréf frá forstjóra First Water Forsaga þessa máls er sú að, að kvöldi 15. maí sl. barst bæjarfulltrúum bréf frá Eggerti Kristóferssyni forstjóra First Water. Þar er í fyrsta skipti upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins að: „óásættanlegt [sé] að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur bygging hafnar á því svæði sem [First Water] er að sækja jarðsjó.“ Furðuleg vinnubrögð Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Öllum er löngu ljóst að til skoðunar hefur verið að staðsetja starfsemi Heidelberg innan grænna iðngarða á lóð milli landeldisfyrirtækjanna Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór. Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna. Næstu nágrannar hafa ekki lýst áhyggjum heldur þvert á móti Ekki verður hjá því litið að fullyrðingar First Water ganga algerlega í berhögg við afstöðu Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór sem eru í sömu starfsemi og liggja umtalsvert nær fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg, með aðliggjandi lóðamörk. Í samtali við forsvarsmenn Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór hefur komið fram að þeir hafi kynnt sér fyrirhugaða starfsemi Heidelberg afar vel. Báðir aðilar voru fyllilega meðvitaðir um fyriráætlanir þeirra og að þeim gæfist kostur á að skila inn athugasemdum á skipulagstíma. Niðurstaða þeirra var að vænt starfsemi Heidelberg væri ekki skaðleg fyrir landeldisfyrirtæki þeirra. Í opnu bréfi forstjóra Heidelberg til forstjóra First Water segir hins vegar: „Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Vandséð er því á hvað gögnum afstaða First Water hvílir.“ Málið allt í einu fyllt vafa og óvissu Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að. Mál skulu upplýst Bent er á að ein af grunnreglum stjórnsýsluréttar er hin svo kallaða rannóknarregla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar. Ömurleg staða Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja. Ekkert annað að gera Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem Sveitarfélagið Ölfus boðaði til með auglýsingu 28. apríl sl. á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa. Málið verður upplýst og kynnt fyrir bæjarbúum og hagaðilum, svo verður kosið Samhliða þessu fól bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla tafarlaust eftir fundi með fulltrúum First Water þar sem óskað verður eftir því að fram verði lögð gögn sem styðja þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi forstjóra First Water dagsettu 14. maí 2024. Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju. Einnig unnið með öðrum fyrirtækjum Þá var bæjarstjóra einnig falið að eiga samtöl við fulltrúa annarra fyrirtæja sem eru í matvælavinnslu á áhrifasvæðinu til að fá fram á formlegan máta ítrekaða afstöðu þeirra, er þar sérstaklega vísað til Geo Salmo og Landeldisstövarinnar Þór. Við undirrituð ítrekum að við hörmum að vera sett í þá stöðu sem gerir ákvarðanir sem þessar nauðsynlegar en viljum tryggja rétta og vandaða upplýsingagjöf og hlusta eftir áliti bæði íbúa og hagðila. Höfundar eru bæjarfulltrúar D-listans í Ölfusi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar