De Zerbi tók við Brighton í september 2022. Á fyrra tímabili hans með liðið endaði það í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Í vetur komst Brighton í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Brighton & Hove Albion has confirmed that head coach Roberto De Zerbi will leave the club after tomorrow’s final Premier League match of the season against Manchester United.
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) May 18, 2024
De Zerbi hefur verið orðaður við ýmis stór félög í Evrópu að undanförnu. Samkvæmt veðbönkum þykir hann líklegur til að taka við Bayern München.