Hayes kvaddi Chelsea með fimmta titlinum í röð og Dagný komin í hóp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 16:08 Emma Hayes fagnar einu sex marka Chelsea gegn Manchester United á Old Trafford. getty/Robbie Jay Barratt Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn fimmta árið í röð með stórsigri á Manchester United, 0-6, á Old Trafford í dag. Þetta var síðasti leikur Chelsea undir stjórn Emmu Hayes. Hún hefur stýrt liðinu frá 2012 og gert það sjö sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að bikarmeisturum. Hayes er að hætta hjá Chelsea til að taka við bandaríska landsliðinu. Fyrir lokaumferðina í dag voru Chelsea og Manchester City jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Chelsea var hins vegar með betri markatölu og því í 1. sætinu. Og það var snemma ljóst að það myndi ekki breytast í dag. Chelsea var komið í 0-2 eftir átta mínútur, var 0-4 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum, 0-6. Mayra Ramírez skoraði tvö mörk fyrir gestina og Johanna Rytting Kaneryd, Sjoeke Nusken, Melanie Leupolz og Fran Kirby sitt markið hver. CHELSEA ARE THE CHAMPIONS!! 🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/spemV9Svxh— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 18, 2024 City vann 1-2 sigur á Aston Villa á sama tíma og endaði í 2. sæti deildarinnar. Í fyrsta sinn eftir að hún eignaðist sitt annað barn var Dagný Brynjarsdóttir komin í hóp hjá West Ham United. Hún sat allan tímann á bekknum þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 3-1. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vivianne Miedema lék kveðjuleik sinn fyrir Arsenal í dag. Hollenski framherjinn skoraði eitt marka liðsins í 5-0 sigri á Brighton. MIEDEMA SCORES WITH HER FIRST TOUCH! ❤️🔴 3-0 ⚫️ (63)— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 18, 2024 Arsenal endaði í 3. sæti deildarinnar og fer í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ásamt Chelsea og City. Úrslit dagsins Man. Utd. 0-6 Chelsea Aston Villa 1-2 Man. City Tottenham 3-1 West Ham Arsenal 5-0 Brighton Bristol City 0-4 Everton Leicester 0-4 Liverpool Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira
Þetta var síðasti leikur Chelsea undir stjórn Emmu Hayes. Hún hefur stýrt liðinu frá 2012 og gert það sjö sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að bikarmeisturum. Hayes er að hætta hjá Chelsea til að taka við bandaríska landsliðinu. Fyrir lokaumferðina í dag voru Chelsea og Manchester City jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Chelsea var hins vegar með betri markatölu og því í 1. sætinu. Og það var snemma ljóst að það myndi ekki breytast í dag. Chelsea var komið í 0-2 eftir átta mínútur, var 0-4 yfir í hálfleik og vann leikinn að lokum, 0-6. Mayra Ramírez skoraði tvö mörk fyrir gestina og Johanna Rytting Kaneryd, Sjoeke Nusken, Melanie Leupolz og Fran Kirby sitt markið hver. CHELSEA ARE THE CHAMPIONS!! 🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/spemV9Svxh— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 18, 2024 City vann 1-2 sigur á Aston Villa á sama tíma og endaði í 2. sæti deildarinnar. Í fyrsta sinn eftir að hún eignaðist sitt annað barn var Dagný Brynjarsdóttir komin í hóp hjá West Ham United. Hún sat allan tímann á bekknum þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 3-1. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vivianne Miedema lék kveðjuleik sinn fyrir Arsenal í dag. Hollenski framherjinn skoraði eitt marka liðsins í 5-0 sigri á Brighton. MIEDEMA SCORES WITH HER FIRST TOUCH! ❤️🔴 3-0 ⚫️ (63)— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 18, 2024 Arsenal endaði í 3. sæti deildarinnar og fer í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ásamt Chelsea og City. Úrslit dagsins Man. Utd. 0-6 Chelsea Aston Villa 1-2 Man. City Tottenham 3-1 West Ham Arsenal 5-0 Brighton Bristol City 0-4 Everton Leicester 0-4 Liverpool
Man. Utd. 0-6 Chelsea Aston Villa 1-2 Man. City Tottenham 3-1 West Ham Arsenal 5-0 Brighton Bristol City 0-4 Everton Leicester 0-4 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira