Börsungar hafa haft mikla yfirburði í spænska boltanum undanfarið og liðið er til að mynda löngu búið að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn þó enn séu tvær umferðir eftir. Í deildarkeppninni er liðið enn taplaust eftir 28 leiki og með 82 stig af 84 mögulegum.
Real Sociedad situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar.
Það kom því líklega fáum á óvart að Barcelona hafi haft yfirhöndina í leiknum þegar liðin mættust í úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Ona Batlle kom liðinu yfir strax á fimmtu mínútu áður en Salma Paralluelo tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Tvö mörk frá hinni norsku Graham og annað mark frá Ona Batlle sáu svo til þess að staða í hálfleik var 5-0, Barcelona í vil.
Mariona Caldentey bætti svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik og Claudia Pina einu og niðurstaðan varð því ótrúlegur 8-0 sigur Barcelona.
58’—Barcelona 8-0 Real Sociedad.
— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024
Barça are up by EIGHT in the Copa de la Reina final 🤯 pic.twitter.com/roDOJORS9Q
Börsungar tryggðu sér þar með sinn tíunda bikarmeistaratitil í sögunni og þann fjórða á síðustu fimm árum.
Fyrsta bikarmeistaratitilinn vann liðið árið 1993, en síðan þá hefur liðið fagnað titlinum níu sinnum frá árinu 2011.