Er klassískt frjálslyndi orðið að jaðarskoðun? Kári Allansson skrifar 19. maí 2024 09:01 Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun