Lowry hástökkvari dagsins og blandar sér í baráttuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 23:16 Shane Lowry lyfti sér upp um 27 sæti með spilamennsku sinni í dag. Michael Reaves/Getty Images Írinn Shane Lowry átti algjörlega ótrúlegan hring á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi er hann lék á níu höggum undir pari í dag. Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira