Góð gildi og staðfesta Höllu Hrundar Margrét Reynisdóttir skrifar 19. maí 2024 13:31 Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun