Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 19. maí 2024 18:31 Nýlega hef ég heyrt nafnið Katrín Jakobsdóttir oftar en ég kæri mig um. Það er svo sem eðlilegt, hún er jú í forsetaframboði. Það sem mér þykir ekki eðlilegt er að oftast þegar ég heyri þetta nafn er í stuðningsyfirlýsingum. Margir samlandar mínir virðast hafa hugrenningartengsl við þetta nafn sem eru gjörólík mínum eigin. Þau tala um hvað hún Katrín er vel að máli farin, kurteis og málefnaleg, hvað hún er vel menntuð, gáfuð og fróð um hin ýmsu málefni. Ég ætla ekkert að þræta fyrir það að Katrín Jakobsdóttir sé eldklár og vel að máli farin. Ég vil ekki dæma fólk eftir menntunarstigi eða eftir hæfileikanum til þess að koma vel fram í sjónvarpsviðtölum. Það má vel vera að þessir eiginleikar séu gagnlegt veganesti fyrir forseta, en þegar upp er staðið, þá kemst ég ekki fram hjá þeirri skoðun minni að mér finnist réttast að dæma fólk eftir gjörðum þeirra. Því vil ég fara hér yfir nokkrar ákvarðanir sem forsætisráðherrann fyrrverandi hefur tekið síðastliðin tvö kjörtímabil sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég ekki um neitt jákvætt. Árið 2016 fengu tveir dæmdir barnaníðingar uppreist æru. Í kjölfarið fór af stað atburðarás þar sem að þolendur og fjölskyldur þeirra kröfðust svara frá stjórnvöldum um hvernig þetta gæti gerst. Það reyndist vera mikil tregða í stjórnvöldum að veita upplýsingar um eitt tiltekið atriði, en það var hvaða fólk þetta hefði verið sem skrifaði undir meðmæli fyrir dæmda barnaníðinga. Þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen hreinlega neitaði að veita þessar upplýsingar þar til úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að hún þyrfti þess. Í ljós kom að einn af meðmælendum annars barnaníðingsins var Benedikt Sveinsson, faðir þá- og núverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ljóst var að bæði dómsmálaráðherra og forsætisráðherra vissu að Benedikt hafi verið á meðal meðmælenda og erfitt að sjá málið öðruvísi heldur en að þessum upplýsingum hafi verið haldið frá fjölmiðlum til þess að hlífa bæði forsætisráðherra og föður hans. Eðlilega leiddi þessi dómgreindarskortur dómsmálaráðherra og forsætisráðherra til stjórnarslita. Árið 2017 var kosið aftur til Alþingis og í kjölfar þess fékk Katrín Jakobsdóttir umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Ríkisstjórnin sem hún myndaði á endanum var með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra. Framganga hins dómgreindarlausa dómsmálaráðherra hélt áfram eins og við mátti búast og 2018 kom fram vantrauststillaga á hendur hennar vegna ólögmætra skipana dómara við Landsrétt. Vantrauststillagan var felld og var Katrín Jakobsdóttir á meðal þeirra þingmanna sem kusu gegn tillögunni. Auðvitað ber Katrín ekki ábyrgð á misgjörðum Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar, en hún ber ábyrgð á að mynda ríkisstjórn með þeim í beinu framhaldi af því að misgjörðir þeirra leiða til þess að fyrri stjórn sprakk. Hún ber sjálf ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni að verja Sigríði Andersen gegn vantrausti, alveg eins og hún ber ábyrgð á því að verja Jón Gunnarsson þegar slík tillaga var borin upp á hann. Það eru þessar ákvarðanir hennar sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir, þá hugsa ég um meðvirkni. Árið 2021 voru Alþingiskosningar á Íslandi. Talið var upp úr kjörkössunum og í ljós kom að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins væru konur í meirihluta á Alþingi. Svo var talið upp úr sumum kjörkössunum aftur og konur voru aftur minnihluti þings. Við nánari athugun var margt undarlegt við þessa talningu í Borgarnesi. Á milli fyrri og seinni talningar voru kjörgögn skilin eftir óinnsigluð, óvöktuð í ólæstum sal og því ekki hægt að sannreyna hvort einhver hafi átt við kjörgögnin. Þáverandi heilbrigðisráðherrra, Svandís Svavarsdóttir lagði til að kosningin í Norðvesturkjördæmi yrði dæmd ógild og að kosið yrði aftur í kjördæminu. Þessi tillaga heilbrigðisráðherra var felld og á meðal þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði gegn tillögunni var Katrín Jakobsdóttir. Í staðinn ákvað þingið að staðfesta sitt eigið kjör, þrátt fyrir þá miklu ágalla sem voru á kosningunni. Þessi málsmeðferð var kærð til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem úrskurðaði fyrir stuttu að þarna hafi verið brotið á réttinum til frjálsra kosninga. Katrín Jakobsdóttir kaus með því að staðfesta eigið kjör. Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég um vanvirðingu við íslenskt lýðræði. Árið 2023 samþykkti Alþingi frumvarp þáverandi dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar um málefni útlendinga sem skerti verulega réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Frumvarpið var gagnrýnt og fordæmt af svo gott sem öllum mannréttindasamtökum landsins, en má þar telja Rauða krossinn á Íslandi, Amnesty International, Þroskahjálp, Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands. Afleiðingar þessara ólaga hafa meðal annars verið að fjöldi fólks sem hefur þá einu sakargift að vera fætt í vitlausu landi, þar á meðal þolendur mansals, var gert heimilislaust. Þetta voru ekki ófyrirséðar afleiðingar, heldur ágallar á frumvarpinu sem að stjórnarandstaðan og áðurnefnd mannréttindasamtök bentu ítrekað á. Þremur af þessum heimilislausu þolendum mansals var fyrir stuttu brottvísað til Nígeríu. Þegar þetta lagafrumvarp var samþykkt var Katrín stödd erlendis og kaus þess vegna hvorki með eða á móti. Hún lýsti því hins vegar yfir viku seinna í skriflegu svari til Heimildarinnar að hefði hún verið á landinu, þá hefði hún stutt frumvarpið. Þetta mál er sérstaklega gróft og nógu nýlegt til þess að vera ferskt í minninu, en það er því miður ekki einstakt atvik. Þetta er raunar dæmigert fyrir nálgun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á málefni fólks á flótta. Þessi meðferð á fólki í neyð er ástæðan fyrir því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir hugsa ég fyrst og fremst um mannréttindabrot, útlendingaandúð og grimmd. Ég hef ekki gert upp hug minn um hvern ég mun kjósa 1. júní, en ég veit að vegna þessa stjórnmálaferils sem hún hefur á baki sér, þá get ég ekki treyst Katrínu Jakobsdóttur. Meðvirkni hennar með Sjálfstæðisflokknum veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald þegar þörf er á. Þátttaka hennar í því að brjóta á rétttinum til lýðræðislegra kosninga veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa með lýðræði á Íslandi. Mannvonskan sem hefur einkennt framkomu ríkisstjórnar hennar gagnvart fólki í leit að alþjóðlegri vernd veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa vörð um mannréttindi. Þess vegna mun ég aldrei kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hef ég heyrt nafnið Katrín Jakobsdóttir oftar en ég kæri mig um. Það er svo sem eðlilegt, hún er jú í forsetaframboði. Það sem mér þykir ekki eðlilegt er að oftast þegar ég heyri þetta nafn er í stuðningsyfirlýsingum. Margir samlandar mínir virðast hafa hugrenningartengsl við þetta nafn sem eru gjörólík mínum eigin. Þau tala um hvað hún Katrín er vel að máli farin, kurteis og málefnaleg, hvað hún er vel menntuð, gáfuð og fróð um hin ýmsu málefni. Ég ætla ekkert að þræta fyrir það að Katrín Jakobsdóttir sé eldklár og vel að máli farin. Ég vil ekki dæma fólk eftir menntunarstigi eða eftir hæfileikanum til þess að koma vel fram í sjónvarpsviðtölum. Það má vel vera að þessir eiginleikar séu gagnlegt veganesti fyrir forseta, en þegar upp er staðið, þá kemst ég ekki fram hjá þeirri skoðun minni að mér finnist réttast að dæma fólk eftir gjörðum þeirra. Því vil ég fara hér yfir nokkrar ákvarðanir sem forsætisráðherrann fyrrverandi hefur tekið síðastliðin tvö kjörtímabil sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég ekki um neitt jákvætt. Árið 2016 fengu tveir dæmdir barnaníðingar uppreist æru. Í kjölfarið fór af stað atburðarás þar sem að þolendur og fjölskyldur þeirra kröfðust svara frá stjórnvöldum um hvernig þetta gæti gerst. Það reyndist vera mikil tregða í stjórnvöldum að veita upplýsingar um eitt tiltekið atriði, en það var hvaða fólk þetta hefði verið sem skrifaði undir meðmæli fyrir dæmda barnaníðinga. Þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen hreinlega neitaði að veita þessar upplýsingar þar til úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að hún þyrfti þess. Í ljós kom að einn af meðmælendum annars barnaníðingsins var Benedikt Sveinsson, faðir þá- og núverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ljóst var að bæði dómsmálaráðherra og forsætisráðherra vissu að Benedikt hafi verið á meðal meðmælenda og erfitt að sjá málið öðruvísi heldur en að þessum upplýsingum hafi verið haldið frá fjölmiðlum til þess að hlífa bæði forsætisráðherra og föður hans. Eðlilega leiddi þessi dómgreindarskortur dómsmálaráðherra og forsætisráðherra til stjórnarslita. Árið 2017 var kosið aftur til Alþingis og í kjölfar þess fékk Katrín Jakobsdóttir umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Ríkisstjórnin sem hún myndaði á endanum var með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra. Framganga hins dómgreindarlausa dómsmálaráðherra hélt áfram eins og við mátti búast og 2018 kom fram vantrauststillaga á hendur hennar vegna ólögmætra skipana dómara við Landsrétt. Vantrauststillagan var felld og var Katrín Jakobsdóttir á meðal þeirra þingmanna sem kusu gegn tillögunni. Auðvitað ber Katrín ekki ábyrgð á misgjörðum Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar, en hún ber ábyrgð á að mynda ríkisstjórn með þeim í beinu framhaldi af því að misgjörðir þeirra leiða til þess að fyrri stjórn sprakk. Hún ber sjálf ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni að verja Sigríði Andersen gegn vantrausti, alveg eins og hún ber ábyrgð á því að verja Jón Gunnarsson þegar slík tillaga var borin upp á hann. Það eru þessar ákvarðanir hennar sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir, þá hugsa ég um meðvirkni. Árið 2021 voru Alþingiskosningar á Íslandi. Talið var upp úr kjörkössunum og í ljós kom að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins væru konur í meirihluta á Alþingi. Svo var talið upp úr sumum kjörkössunum aftur og konur voru aftur minnihluti þings. Við nánari athugun var margt undarlegt við þessa talningu í Borgarnesi. Á milli fyrri og seinni talningar voru kjörgögn skilin eftir óinnsigluð, óvöktuð í ólæstum sal og því ekki hægt að sannreyna hvort einhver hafi átt við kjörgögnin. Þáverandi heilbrigðisráðherrra, Svandís Svavarsdóttir lagði til að kosningin í Norðvesturkjördæmi yrði dæmd ógild og að kosið yrði aftur í kjördæminu. Þessi tillaga heilbrigðisráðherra var felld og á meðal þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði gegn tillögunni var Katrín Jakobsdóttir. Í staðinn ákvað þingið að staðfesta sitt eigið kjör, þrátt fyrir þá miklu ágalla sem voru á kosningunni. Þessi málsmeðferð var kærð til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem úrskurðaði fyrir stuttu að þarna hafi verið brotið á réttinum til frjálsra kosninga. Katrín Jakobsdóttir kaus með því að staðfesta eigið kjör. Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég um vanvirðingu við íslenskt lýðræði. Árið 2023 samþykkti Alþingi frumvarp þáverandi dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar um málefni útlendinga sem skerti verulega réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Frumvarpið var gagnrýnt og fordæmt af svo gott sem öllum mannréttindasamtökum landsins, en má þar telja Rauða krossinn á Íslandi, Amnesty International, Þroskahjálp, Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands. Afleiðingar þessara ólaga hafa meðal annars verið að fjöldi fólks sem hefur þá einu sakargift að vera fætt í vitlausu landi, þar á meðal þolendur mansals, var gert heimilislaust. Þetta voru ekki ófyrirséðar afleiðingar, heldur ágallar á frumvarpinu sem að stjórnarandstaðan og áðurnefnd mannréttindasamtök bentu ítrekað á. Þremur af þessum heimilislausu þolendum mansals var fyrir stuttu brottvísað til Nígeríu. Þegar þetta lagafrumvarp var samþykkt var Katrín stödd erlendis og kaus þess vegna hvorki með eða á móti. Hún lýsti því hins vegar yfir viku seinna í skriflegu svari til Heimildarinnar að hefði hún verið á landinu, þá hefði hún stutt frumvarpið. Þetta mál er sérstaklega gróft og nógu nýlegt til þess að vera ferskt í minninu, en það er því miður ekki einstakt atvik. Þetta er raunar dæmigert fyrir nálgun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á málefni fólks á flótta. Þessi meðferð á fólki í neyð er ástæðan fyrir því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir hugsa ég fyrst og fremst um mannréttindabrot, útlendingaandúð og grimmd. Ég hef ekki gert upp hug minn um hvern ég mun kjósa 1. júní, en ég veit að vegna þessa stjórnmálaferils sem hún hefur á baki sér, þá get ég ekki treyst Katrínu Jakobsdóttur. Meðvirkni hennar með Sjálfstæðisflokknum veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald þegar þörf er á. Þátttaka hennar í því að brjóta á rétttinum til lýðræðislegra kosninga veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa með lýðræði á Íslandi. Mannvonskan sem hefur einkennt framkomu ríkisstjórnar hennar gagnvart fólki í leit að alþjóðlegri vernd veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa vörð um mannréttindi. Þess vegna mun ég aldrei kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar